Lilja Íris Gunnarsdóttir í lið 7.-12. umferða
Lilja Íris Gunnarsdóttir fyrirliði Keflavíkur var valin í lið 7.-12. umferðar Landsbankadeildar kvenna. Lilja Íris er búin að vera feykilega sterk í varnarlínu Keflavíkur í sumar sem og í föstum leikatriðum upp við mark andstæðinganna. Lilja er hjarta varnarinnar hjá Keflavík sem hefur verið að standa sig vel. Óskum við Lilju innilega til hamingju með valið, hún á það svo sannarlega skilið.
Val 7.-12. umferða:
Markvörður:
Guðbjörg Gunnarsdóttir - Valur
Varnarmenn:
Alicia Maxine Wilson - KR
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir - Breiðablik
Guðný Björk Óðinsdóttir - Valur
Lilja Íris Gunnarsdóttir - Keflavík
Tengiliðir:
Edda Garðarsdóttir - KR
Katrín Ómarsdóttir - KR
Katrín Jónsdóttir - Valur
Hólmfríður Magnúsdóttir - KR
Framherjar:
Margrét Lára Viðarsdóttir - Valur
Hrefna Jóhannesdóttir - KR
Lilja Íris Gunnarsdóttir hefur verið í landsliðsklassa með Keflavík í sumar.
(Mynd: Víkurfréttir, vf.is)