Lilja Íris og Guðný Petrína framlengja
Lilja Íris Gunnarsdóttir og Guðný Petrína Þórðardóttir hafa báðar framlengt samning sinn við Keflavík til tveggja ára. Hafa þær báðar verið meðal aðalburðarása meistaraflokks undanfarin ár. Þetta er stór áfangi í því að halda áfram þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað hjá félaginu í að tryggja liðið sem varanlegan kost í efstudeild kvenna.
ÞÞ
Lilja og Guðný ásamt Salih Heimi Porca, þjálfara meistaraflokks kvenna.
Lilja Íris eftir undirskrift ásamt Þórði Þorbjörnssyni formanni kvennaráðs.
Guðný Petrína eftir undirskrift með Andrési Hjaltasyni varaformanni kvennaráðs.