Lilleström - Keflavík á laugardag
Eins og flestum ætti að vera kunnugt er Keflavíkurliðið nú statt í Noregi þar sem það leikur gegn Lilleström í 2. umferð IntertToto-keppni UEFA. Leikurinn fer fram á heimavelli norska liðsins, Åråsen Stadion, á laugardag kl. 16:00 eða kl. 14:00 að íslenskum tíma. Við munum að sjálfsögðu flytja fréttir af gengi okkar manna. Um klukkutíma fyrir leik komum við með byrjunarliðið og svo segjum við fréttir af gangi máli í leiknum.
Við vekjum einnig athygli á því að Víkurfréttir eru með útsendara sinn í Noregi og birta fréttir og myndir úr ferðinni á vef sínum, www.vf.is.