Fréttir

Knattspyrna | 7. desember 2008

Lokaæfing 8. flokks!

Í vetur hafa allra yngstu iðkendurnir í 8. flokki Keflavíkur (3 - 5 ára) stundað æfingar í íþróttahúsinu við Sunnubraut af miklu kappi.  Síðasta æfing fyrir jól var s.l. þriðjudag og var mikið fjör hjá börnunum eins og venjulega.   Eins og sjá má á myndunum hér að neðan er fleira gert en að sparka í bolta.  Á æfingunum er lögð áhersla á fjölbreytta hreyfingu sem stuðlar að auknum hreyfiþroska og eru hinar ýmsu íþróttagreinar prófaðar, þó knattspyrnan sé í hávegum höfð.  Í lok æfingar kom Keli Keflvíkingur í heimsókn við mikla kátínu og færði krökkunum bol að gjöf.  Æfingar hjá 8. flokki hefjast á ný í janúar og verða auglýstar hér á Keflavíkursíðunni.