Lokaæfing ársins hjá yngstu iðkendunum í 8. flokki
Það er alltaf líf og fjör á 8. flokks æfingum, en þar eru á ferðinni börn á aldrinum 3 - 5 ára og skín gleðin og ánægjan úr hverju andliti. Æfingar eru einu sinni í viku og fara fram á þriðjudögum í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Á fótboltaæfingunum er ekki bara sparkað í bolta, eins og meðfylgjandi myndir sem teknar voru á síðustu æfingu ársins sýna. GLEÐILEG JÓL !