Fréttir

Knattspyrna | 13. maí 2003

Lokaæfingaleikur gegn Víði

Keflavíkurliðið leikur síðasta æfingaleik sinn á þessu vori gegn Víði á miðvikudag kl. 18:45.  Leikurinn fer fram á Garðsvelli.  Leikurinn er lokaundirbúningur beggja liða fyrir Íslandsmótið sem hefst um helgina.  Fyrsti leikur Keflavíkur í 1. deildinni er gegn Stjörnunni mánudaginn 19. maí kl. 20:00.  Víðismenn ætla að hafa nokkuð við vegna leiksins gegn Keflavík en það eykur á spennuna að þjálfarar Víðis eru tveir fyrrverandi leikmenn Keflavíkur, Karl Finnbogason og Kristinn Guðbrandsson, auk þess sem nokkrir gamlir jaxlar úr Keflavík leika nú með liðinu.