Lokahóf knattspyrnudeildar
Lokahóf Knattspyrnudeildar verður n.k. laugardag kl. 19:00. Miðasala fyrir þá sem áhuga hafa á að taka þátt í góðri skemmtun með leikmönnum Keflavíkur og verða vitni að verðlaunaafhendingum og skemmtiatriðum. Miðar eru seldir í Stapa og kosta 3.500 kr.; matur, skemmtun og ball með hljómsveitinni Spútnik. Vífilfell er styrktaraðili lokahófsins.
Myndir: Guðný og Stefán voru valin leikmenn árins á lokahófi síðasta árs.