Lokahóf Knattspyrnudeildar 2025
Lokahóf Knattspyrnudeildar fór fram á dögunum þar sem veitt voru verðlaun fyrir nýafstaðið tímabilið. Sumarið var gert upp með glæsibrag á Sunnubraut þar sem sigri karlaliðsins gegn HK var fagnað með flugeldum og fjöri fram eftir kvöldi. Sæti í Bestu deild að ári staðreynd hjá körlunum en kvennaliðið leikur aftur í Lengjudeild að ári.
Eftirfarandi leikmenn hlutu viðurkenningu:
Bestu leikmenn meistaraflokkana:
Mfl. Karla: Kári Sigfússon
Mfl. Kvenna: Salóme Kristín Róbertsdóttir
Gullskór meistaraflokkana:
Mfl. Kvenna: Ariela Lewis með 7 mörk
Mfl. Karla: Kári Sigfússon með 10 mörk
Efnilegustu leikmenn meistaraflokkana:
Mfl. Karla: Eiður Orri Ragnarsson
Mfl. Kvenna: Hilda Rún Hafsteinsdóttir
Viðurkenningar fyrir mark ársins:
Mfl. Kvenna: Anita Lind Daníelsdóttir á móti Grindavík/Njarðvík í bikar
Mfl. Karla: Marin Mudrazija – fyrir mark sitt á móti Njarðvík úti í umspili
Viðurkenningar fyrir 2. flokk karla og kvenna:
Efnilegasti leikmaður karla: Aron Freyr Haraldsson
Efnilegasti leikmaður kvenna: Ragnheiður Júlía Rafnsdóttir
Leikmaður ársins: Baldur Logi Brynjarsson
Leikmaður ársins kvenna: Watan Fidudóttir
Við kvöddum flottar fyrirmyndir sem hafa leikið upp sína yngri flokka úr flokknum en nú hafa þeir útskrifast úr starfinu. Þetta eru allt fyrirmyndardrengir sem við hjá Keflavík eru stolt af. Þetta eru þeir:
Alexander Guðni Svavarsson
Brynjar Ólafsson
Guðmundur Hrannar Estherarson
Haraldur Daði Jónsson
Hildir Hrafn Ágústsson
Halldór Örn Jóhannsson
Óskar Kristinn Vignisson
Leikjafjöldi:
Viðurkenningar fyrir 50 leiki
Kári Sigfússon
Stefán Jón Friðriksson
Ernir Bjarnason
Salóme Kristín Róbertsdóttir
Anita Bergrán Eyjólfsdóttir
Viðurkenningar fyrir 100 leiki
Ari Steinn Guðmundsson
Ásgeir Páll Magnússon
Viðurkenning fyrir 150 leiki
Marín Rún Guðmundsdóttir
Viðurkenningar fyrir 200 leiki
Sindri Kristinn Ólafsson
Í úrslitaleiknum gegn HK á Laugardalsvelli náði fyrirliðinn okkar Frans Elvarsson að leika sinn 500 KSÍ leik á ferlinum. Það er magnað afrek og erum við Keflvíkingar afar stolt af honum.
Kærar þakkir fyrir tímabilið og sjáumst í Bestu og Lengju á næsta ári.