Fréttir

Knattspyrna | 23. september 2004

Lokahóf yngri flokka á laugardag

Lokahóf yngri flokka Keflavíkur fer fram n.k. laugardag, þann 25. september.  Hófið verður að þessu sinni haldið í íþróttahúsinu við Sunnubraut og hefst kl. 11:00.  Allir iðkendur yngri flokka Keflavíkur eru hvattir til að mæta sem og foreldrar og aðrir velunnarar.  Að venju verða veitt verðlaun til þeirra iðkenda er þótt hafa skarað fram úr á tímabilinu.  Það verða leikmenn meistaraflokks Keflavíkur, karla og kvenna, sem afhenda verðlaunin í ár.  Að hófi loknu verður boðið upp á léttar veitingar.