Fréttir

Knattspyrna | 22. september 2010

Lokahóf yngri flokka Knattspyrnudeildar

Lokahóf yngri flokka Knattspyrnudeildar verður haldið laugardaginn 25. september í Íþróttahúsinu við Sunnubraut frá kl. 10:00 til 12:00.

Dagskráin er hefðbundin:
  • Veittar verða viðurkenningar fyrir góða mætingu á æfingar (7. og 6. flokkur).
  • Veittar verða viðurkenningar fyrir þá sem skarað hafa fram úr innan flokka (5. flokkur og eldri).
  • Veittar verða viðurkenningar fyrir þá sem skarað hafa fram úr yfir alla flokka.
  • Happdrættið verður á sínum stað.

Iðkendur eru hvattir til að fjölmenna á hófið.
Foreldrar eru sérstaklega velkomnir.

 


Frá lokahófi 2009.