Lokahóf yngri flokka Knattspyrnudeildar Keflavíkur
Lokahóf yngri flokka Knattspyrnudeildar Keflavíkur verður haldið laugardaginn 26. september 2009 kl. 11 til 13:00 í Íþróttahúsinu við Sunnubraut, Toyotahöllinni.
Dagskráin verður með hefðbundnu sniði:
• Farið yfir sigra og sorgir sumarsins
• Viðurkenningar til þeirra leikmanna sem skarað hafa fram úr í sumar
• Hið sívinsæla happdrætti þar sem allir iðkendur eru í pottinum
Við hvetjum alla iðkendur til að fjölmenna og foreldrar eru sérstaklega velkomnir.
Stjórn unglingaráðs