Fréttir

Lokahóf yngri flokka og skráning
Knattspyrna | 21. ágúst 2014

Lokahóf yngri flokka og skráning

Lokahóf yngri flokka knattspyrnudeildar Keflavíkur verður haldið laugardaginn 20. september kl. 11:00-13:00 í íþróttahúsinu við Sunnubraut.  Veitt verða verðlaun og boðið upp á veitingar.  Allir iðkendur og foreldrar þeirra eru hvattir til þess að mæta.

Yngri flokkar Keflavíkur í knattspyrnu fara í frí 1.-21.september næstkomandi.  Æfingar hefjast svo á ný samkvæmt æfingatöflu vetrarins 2014-2015 mánudaginn 22. september.

Opnað verður fyrir rafræna skráningu í yngri flokka í knattspyrnu fyrir tímabilið 2014 til 2015 um mánaðamótin ágúst-september. Skráningum þarf að vera lokið ekki síðar en 15. október 2014.

Æfingagjöldin verða óbreytt frá fyrra ári, 56.000 kr fyrir tímabilið en 7. flokkur (árg.2007-2008) greiðir hálft gjald 28.000 kr.

Skráningin fer fram í Nóra.  Athugið að skrá þarf alla iðkendur, nýja og gamla.  Hér eru leiðbeiningar um skráningu.

Með kveðju,
Barna- og unglingaráð knattspyrnu í Keflavík