Lokahófið 21. október
Lokahóf Knattspyrnudeildar verður í Stapa laugardaginn 21. október. Hófið verður óvenjuglæsilegt að þessu sinni enda rík ástæða til að fagna góðu gengi meistaraflokka félagsins, ekki síst bikarmeistaratitlinum. Boðið verður upp á glæsilegan kvöldverð og hljómsveitin Sálin hans Jóns míns leikur fyrir dansi. Miðinn kostar 4.900 kr. en miðasala hefst í næstu viku. Þá komum við með nánari upplýsingar um hvernig hægt verður að nálgast miða á þennan glæsilega endapunkt knattspyrnuvertíðarinnar í Keflavík.
Hrefna Magnea og Jónas Guðni voru leikmenn ársins í fyrra.
(Mynd: Jón Örvar Arason)