Lokahófið á laugardaginn
Lokahóf Knattspyrnudeildar verður á Ránni laugardaginn 29. september. Húsið opnar kl. 19:00 og að venju verður boðið upp á glæsilega dagskrá og enn glæsilegri veitingar. Að lokum spilar svo hljómsveitin Stuðbandalagið fyrir dansi. Miðaverð er 3.900 kr. og verða miðar til sölu á skrifstofu Knattspyrnudeildar við Sunnubraut.
Guðný Petrína og Guðjón Árni voru leikmenn ársins í fyrra.
(Mynd: Víkurfréttir)