Lokahófið á laugardaginn
Lokahóf Knattspyrnudeildar verður laugardaginn 4. október á Ránni. Húsið opnar kl. 19:00 og síðan tekur við glæsilegt borðhald og skemmtiatriði. Hápunkturinn er að sjálfsögðu val á leikmönnum ársins og auk þess verða veittar ýmsar viðurkenningar. Hljómsveitin Vítamín spilar síðan fyrir dansi og verður opnað á dansleikinn eftir kl. 24:00. Veislustjóri verður Gísli Eyjólfsson.
Enn eru nokkrir miðar eftir á hófið og kostar miðinn 6.000 kr. Hægt er að nálgast miða á skrifstofu Knattspyrnudeildar við Skólaveg eða hafa samband við Friðrik framkvæmdastjóra deildarinnar í síma 690-3700.