Fréttir

Knattspyrna | 12. maí 2005

Lokaundirbúningur og fyrsti leikur

Lokaundirbúningur meistaraflokks karla fyrir átökin í Landsbankadeildinni hefst með æfingu með Akurnesingum uppi á Skaga í kvöld fimmtudag.  Liðin leika 3 x 30 mínútur og trúlega verða ýmsar útfærslur á uppstillingu í gangi.  Á föstudag fer liðið í Hveragerði og dvelur á Hótel Örk til sunnudags við æfingar og gott atlæti.  Opnunarleikur Landsbankadeildarinnar verður síðan á mánudag, annan í hvítasunnu kl. 19:15.  Heiðursgestir Knattspyrnudeildar Keflavíkur á leiknum verða hjónin Inga Jóna Þórðardóttir og Geir Hilmar Haarde fjármálaráðherra.  Fyrir leik mun formaður KSÍ og fulltrúi Landsbankans (ekki ákveðið hver þegar þetta er skrifað) heilsa leikmönnum ásamt formönnum knattspyrnudeilda Keflavíkur og FH, þeim Rúnari V. Arnarson og Guðmundi Árna Stefánssyni.  En leikurinn milli Íslandsmeistaranna og VISA-bikarmeistaranna er formlegur opnunarleikur Landsbankadeildarinnar 2005.  Leiknum verður sjónvarpað beint á Sýn. ási