Fréttir

Knattspyrna | 29. janúar 2007

Lúkas í heimsókn

Síðastliðinn föstudag heimsótti okkur Lúkas Kostic, starfsmaður KSÍ, og þjálfari U-17 og U-21 landsliða karla.  Heimsókn Lúkasar er  liður í útbreiðslustarfi KSÍ um hæfileikamótun knattspyrnumanna.   Spjallaði Lúkas við yfirþjálfara yngri flokka Keflavíkur, Zoran Daníel Ljubicic, Kristján Guðmundsson, þjálfara meistarflokks karla og Jón Örvar Arason, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar, um þær áherslur sem KSÍ leggur upp með við þjálfara landsins.  Ber þar helst að nefna aukin áhersla á einstaklingsþjálfun og að unnið sé í grunnatriðum tækninnar með boltann.  Heimsóknin var í raun tvíþætt því annar megintilgangurinn var að taka Hallgrím Jónasson, leikmann Keflavíkur og U-21 árs landsliðs Íslands, á æfingu.  Í æfingahópinn bættust við þeir Baldur, Jónas og Kenneth og fengu þeir allir tilsögn hjá Lúkasi á æfingunni sem stóð yfir í um klukkutíma í Reykjaneshöllinni.

Myndir: Jón Örvar Arason