Fréttir

Knattspyrna | 23. maí 2005

Lundar og læti

Sigurinn á móti ÍBV var dýrkeyptur því það Ingvi mun líklegast ekki spila meira með í sumar.  Samkvæmt mínum fréttum þá vorum við miklu betri og Gestur að blómstra á miðjunni.  Gummi Steinars var besti maður vallarins og hélt vel uppá sinn leik númer 100 fyrir Keflavík. 
Það er spurning hvort við fáum reikning fyrir skemmdir á tréverkinu í eyjum vegna fjölmargra sláar og stangarskota, ef svo er þá sendum við reikning fyrir lækniskostnaði Ingva.  Ég vill senda Ingva bestu óskir um bata.  Munum það að Eiður Smári fótbrotnaði illa í upphafi síns ferils og hefur skilaðu honum í eitt besta félagslið í heimi.  Vonandi mun Ingvi koma eins sterkur til baka.

Strákarnir í liðinu voru sérstaklega ánægðir með framgöngu Puma-sveitarinnar en þó svo að þeir hafi verið innan við tíu þá yfirgnæfðu þeir stuðningsmenn eyja og röskuðu lundavarpi í nágrenninu með kraftmikillri framgöngu.  Leikmenn höfðu á orði að þeim þeim hefði liðið eins og á heimavelli svo öflugur var stuðningurinn.

Áfram Keflavík

Rúnar I. Hannah

Stuðningsmannasíða Keflavíkur