Lýsingarmót 4. flokks á laugardag
Laugardaginn 30. október verður 4. flokks mót Lýsingar og Keflavíkur haldið í Reykjaneshöll. Keppni hefst kl. 13:00 og lýkur mótinu með verðlaunaafhendingu um kl. 18:00. Leikið er með hraðmótsfyrirkomulagi þar sem leiktími er 1 x 27 mínútur og er leikið á stórum velli (11 manna lið). Fimm lið taka þátt í mótinu; Keflavík, Njarðvík, Reynir/Víðir, KFR og Þróttur R. ÁFRAM KEFLAVÍK!!
» Leikir mótsins (PDF-skjal).