Fréttir

Knattspyrna | 10. febrúar 2004

Lýsingarmót 5. flokks

Keflavík og Lýsing stóðu fyrir knattspyrnumóti hjá 5. flokki pilta s.l. laugardag.  Leikið var í Reykjaneshöll og voru þátttakendur um 220 og komu frá eftirtöldum félögum:  Keflavík, Njarðvík, Gróttu, Skallagrím, ÍA og Þrótti R.  Mótið tókst í alla staði mjög vel og voru keppendur, þjálfarar og áhorfendur glaðir í bragði að móti loknu.  Keppt var í 4 deildum og stóðu eftirtalin lið uppi sem sigurvegarar:
Argentínska deildin:  NJARÐVÍK
Brasilíska deildin:  GRÓTTA
Chile deildin:  KEFLAVÍK
Danska deildin:  KEFLAVÍK

Að mótinu loknu var svo boðið upp á pizzuveislu frá Langbest.

Úrslit leikja og lokastaða í deildum (Excel-skjal).