Fréttir

Mætum á völlinn!
Knattspyrna | 7. maí 2013

Mætum á völlinn!

Kæru Keflvíkingar.
 
Þá er Pepsi-deildin byrjuð að rúlla og þessi langi undirbúningur fyrir fyrsta leik loksins að baki.
 
Keflavíkurliðið spilaði sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni í gærkvöldi við lið FH í Kaplakrika og eins og allir vita þá fór hann ekki eins og við hefðum viljað.  Við tökum það út úr þessum leik að liðið okkar barðist vel og átti nokkuð góðan dag og með smáheppni þá hefðum við átt að fá meira en ekki neitt út úr þessum leik.
 
Það sem var einnig áberandi í Hafnarfirði í gær var kraftur stuðningsmanna okkar en þeir fjölmenntu á leikinn og hvöttu liðið áfram allan leikinn.  Það var virkilega gaman að finna þennan mikla stuðning sem liðið okkar fékk.

Það er einmitt þetta sem einkennir góð félög, það eru góðir stuðningsmenn.  Um leið og ég þakka ykkur öllum fyrir ykkar stuðning í gær þá vil ég hvetja ykkur til að fylla stúkuna á sunndaginn þegar KR-ingar koma í heimsókn.  
 
Áfram Keflavík
Þorsteinn Magnússon,
formaður knattspyrnudeildar