Fréttir

Knattspyrna | 29. september 2006

Mætum öll!

Við hvetjum alla stuðningsmenn Keflavíkur til að mæta á Laugardalsvöll á morgun kl. 14:00 og sjá úrslitaleik VISA-bikarsins.  Það lítur allt fyrir skemmtilegan leik og stemmningu á pöllunum.  Keflavík og KR hafa verið að leika skemmtilega knattspyrnu og mikil stemmning verið hjá stuðningsmönnum liðanna.  Það þarf ekki að taka fram að stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum þegar komið er í úrslitaleik.  Við munum öll eftir úrslitaleiknum 2004 þegar okkar menn unnu bikarinn með dyggri aðstoð Keflvíkinga í stúkunni.  Mætum öll og hvetjum okkar lið.

ÁFRAM KEFLAVÍK!!


Keflvíkingar fagna á úrslitaleiknum fyrir tveimur árum.
(Mynd: Jón Örvar Arason)