Fréttir

Knattspyrna | 11. september 2009

Mætum öll í Laugardalinn!

Knattspyrnudeild Keflavíkur vill hvetja alla Suðurnesjamenn til að sýna góðan stuðning í verki og mæta í Laugardalinn á sunnudaginn og hvetja lið Keflavíkur til sigurs í leik um sæti í úrslitum VISA-bikarsins 2009.  Mikill hugur er í strákunum okkar og eru þeir ákveðnir í að selja sig dýrt og tryggja okkur úrslitaleik í byrjun október.  En til að svo geti orðið þurfum við að finna fyrir stuðningi okkar frábæra stuðningsfólks og það er ekki spurning að í Dalnum á eftir að hljóma hátt: Áfram Keflavík!

Boðsmiðum fyrir 16 ára og yngri verður dreift í grunnskólum í Reykjanesbæ fyrir helgi.  Í anddyri Laugardalsvallar verður Unglingráð svo með sölu á vörum merktum Keflavík svo það geta allir verið bláir á leiknum.  Það verður m.a. boðið upp á húfur, boli, K-sólgleraugu, límmiða í bíla o.fl.

Keflvíkingar verða norðanmegin í stúkunni (nær Laugardalslauginni).

Miðaverð á leikinn fyrir 17 ára og eldri er kr. 1.200 og 1.000 fyrir þá sem greiða með Visa.  Verð fyrir 11-16 ára er 300 kr. en 10 ára og yngri fá frítt inn.  Netsala er á midi.is.