Fréttir

Knattspyrna | 19. maí 2010

Mætum öll... og snemma

Eins og flestum ætti að vera kunnugt leikur Keflavíkurliðið fyrstu heimaleiki sumarsins á Njarðtaksvellinu, heimavelli nágranna okkar í Njarðvík.  Fyrsti leikurinn þar er gegn Fylki á fimmtudagskvöld kl. 19:15.  Enn er verið að vinna við áhorfendastæði á vellinum og pláss þar því frekar takmarkað.  Við veljum því hvetja stuðningsmenn til að mæta tímanlega á leikinn til að betur gangi að koma áhorfendum fyrir og um leið getur fólk auðvitað náð sér í gott stæði.

Við hvetjum svo auðvitað alla stuðningsmenn Keflavíkur til að fjölmenna á þennan fyrsta heimaleik sumarsins.  Strákarnir okkar hafa byrjað vel með tveimur sigrum á erfiðum útivöllum.  Það hefur ekki síst tekist vegna stuðnings okkar öflugu stuðningsmanna sem hafa fjölmennt á leikina.


Frá Njarðtaksvellinum.  Mynd af vef UMFN.