Fréttir

Knattspyrna | 1. september 2005

Magnús bætist í U21 árs liðið

Magnús Þormar hefur slegist í hópinn með U21 árs landsliðinu sem leikur gegn Króatíu og Búlgaríu í þessari og næstu viku.  Bjarni Þórður Halldórsson, markvörður Fylkis, getur ekki tekið þátt í leikjunum og Eyjólfur Sveinsson valdi Magnús í hans stað.  Magnús hefur reyndar verið í hópnum hjá liðinu í undanförnum leikjum en var ekki valinn í upphaflega hópinn að þessu sinni.  Ingvar Þór Kale frá Víkingi var valinn enda hefur hann verið fastamaður í Víkingsliðinu í sumar á meðan Magnús hefur að mestu setið á bekknum hjá Keflavík.  Magnús er því þriðji Keflvíkingurinn í U21 árs liðinu en Hörður og Jónas eru einnig í hópnum.


Magnús í bikarúrslitaleiknum í fyrra.
(Mynd:
Jón Örvar Arason)