Fréttir

Knattspyrna | 2. október 2007

Magnús bestur í síðustu umferðunum

Eins og reikna mátti með voru okkar menn ekki áberandi þegar veittar voru viðurkenningar fyrir 13.-18. umferðir Landsbankadeildarinnar í dag.  Það var hins vegar Magnús Þórisson sem hélt uppi heiðri Keflavíkur en hann var valinn besti dómari umferðanna og er vel að því kominn.  Jónas Grani Garðarsson, Framari og markakóngur deildarinnar, var kjörinn besti leikmaðurinn, Willum Þór Þórsson besti þjálfarinn og stuðningsmenn Íslandsmeistara Vals voru bestu stuðningsmennirnir.

Lið umferðanna er þannig skipað:
Fjalar Þorgeirsson, Fylki

Atli Sveinn Þórarinsson, Val
Barry Smith, Val
Dario Cingel, ÍA
Rene Carlsen, Val

Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, FH
Baldur Aðalsteinsson, Val
Bjarni Guðjónsson, ÍA
Pálmi Rafn Pálmason, ÍA

Helgi Sigurðsson, Val
Jónas Grani Garðarsson, Fram


Magnús og Collina á góðri stundu.