Fréttir

Knattspyrna | 28. mars 2008

Magnús dæmdi í Hollandi

Magnús Þórisson milliríkjadómari dæmdi sl. þriðjudag leik Hollands og Eistlands í undakeppni EM hjá U21 árs liðum karla.  Leiknum lauk með sigri heimamanna með þremur mörkum gegn engu.  Þeir Einar Sigurðsson og Áskell Þór Gíslason voru Magnúsi til aðstoðar og fjórði dómari var Garðar Örn Hinriksson.

Þetta var stærsta verkefni Magnúsar hingað til sem milliríkjadómari og gekk það vel.  Mikil stemmning var á vellinum en hvorki fleiri né færri en 10.000 áhorfendur sáu leikinn sem þykir gott hjá yngri landsliðum.  Magnús og félagar voru ánægðir með sinn hlut og fengu jákvæð viðbrögð við sinni frammistöðu.

Hollenska liðið hefur unnið alla sína leiki til þessa í sínum riðli en Austuríki varð fyrsta þjóðin til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð.  Austurríki er einmitt með Íslendingum í riðli í þessum aldursflokki en Austurríki vann Slóvakíu.  Í sama riðli lögðu Belgar Kýpverja á útivelli.

Tekið af ksi.is.