Fréttir

Knattspyrna | 30. maí 2009

Magnús dæmdi í Wales

Magnús Þórisson, FIFA-dómari frá Keflavík, var í eldlínunni í gær þegar hann dæmdi vináttulandsleik Wales og Eistlands.   Leikurinn fór fram á Parcy Scarlets í Lanelli.  Wales vann leikinn 1-0 og kom markið úr vítaspyrnu. Þeir á Sky Sport lýstu markinu svona:
"It came from a rather harsh penalty after a Ledley drive had crashed into Estonia captain Alo Barengrub from close range.  Icelandic referee Magnus Thorisson decided it was handball, and the Estonian defender was booked for protesting."
Magnúsi til aðstoðar voru þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Frosti Viðar Gunnarsson.