Fréttir

Knattspyrna | 25. júní 2009

Magnús dæmir í Evrópudeildinni

Það eru ekki bara leikmenn Keflavíkur sem taka þátt í Evrópudeild UEFA í ár.  Okkar ágæti dómari, Magnús Þórisson, hefur verið settur á leik FC Dinamo Minsk frá Hvíta-Rússlandi og FK Renova frá Makedóníu.  Leikurinn, sem er í forkeppni Evrópudeildarinnar, fer fram í Minsk í Hvíta-Rússlandi þann 2. júlí en á sama tíma leikur Keflavík gegn Valleta á Möltu.  Aðstoðardómarar í leiknum verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Áskell Þór Gíslason, og fjórði dómari verður Erlendur Eiríksson.

Fréttin er tekin af ksi.is.