Magnús er afmælisbarn dagsins...
Magnús Þormar á afmæli í dag, 25. apríl, og heldur upp á 25 ára afmælið enda fæddur árið 1984. Magnús er uppalin hjá okkur í Keflavík og lék fyrst með meistaraflokki árið 2003. Hann hefur einnig leikið með Stjörnunni og Grindavík en sneri heim í heiðardalinn síðasta sumar og skrifaði í vor undir tveggja ára samning við Keflavík. Við óskum Magga til hamingju með afmælið og hvetjum stuðningsmenn til að gera það sama ef þeir rekast á piltinn, t.d. á kjörstað. Hann tekur á móti blómum og gjöfum í tilefni dagsins en vill taka fram að hann vantar ekki fleiri markmannshanska.