Magnús frá í mánuð
Enn verður liðið okkar fyrir áfalli og nú verður Magnús Þormar markvörður frá í mánuð eftir meiðslin sem hann hlaut í leiknum gegn Fylki á fimmtudagskvöld. Meiðslin eru það alvarleg að læknir sem sér um Magnús segir að hann verði að hvíla í það minnsta mánuð. Þá eru tveir U21 árs landsliðsmanna okkar frá, Ingvi Rafn út tímabilið og nú Magnús. Þá er Gestur Gylfa frá vegna meiðsla sem hann hlaut gegn Fjölni í bikarkeppninni. Hörður Sveinsson er á skokkinu núna en er allur að koma til og verður vonandi klár á sunnudaginn þegar við sækjum Fram heim á Laugardalsvöllinn.
Magnús þar sem knattspyrnumenn vilja síst vera, á sjúkrahúsinu.
(Mynd: Jón Örvar Arason)