Magnús í Stjörnuna
Magnús Þormar hefur gengið til liðs við Stjörnuna í Garðabæ. Magnús hefur leikið með meistaraflokki Keflavíkur undanfarin fimm ár og leikið 10 deildarleiki, fimm bikarleiki og einn Evrópuleik fyrir Keflavík. Hann hefur að mestu verið varmarkvörður Keflavíkurliðsins en var aðalmarkvörður liðsins seinnihluta sumarsins 2004 og stóð þá m.a. í marki liðsins í bikarúrslitaleiknum gegn KA. Magnús hefur verið í U21 árs landsliði Íslands og lék einn leik með liðinu í vor. Við þökkum Magnúsi samstarfið og hans framlag til Keflavíkur undanfarin ár og óskum honum góðs gengis á nýjum vígstöðvum.
Mynd: Jón Örvar Arason