Fréttir

Knattspyrna | 14. mars 2005

Magnús, Jónas og Ingvi í U-21 árs liðinu

Þeir Magnús Þormar, Jónas Guðni Sævarsson og Ingvi Rafn Guðmundsson eru allir í leikmannahópi U-21 árs landsliðs Íslands sem mætir Króatíu 25. mars.  Leikurinn er liður í Evrópukeppni U-21 árs liða og fer fram ytra.  Þeir Jónas og Ingvi hafa báðir leikið 4 leiki með liðinu en Magnús er nýliði og er ánægjulegt að Eyjólfur Sverrisson hafi kallað hann inn í hópinn.  Eins og flestir muna varð hann óvænt aðalmarkmaður Keflavíkurliðsins um mitt síðasta sumar og stóð svo sannarlega fyrir sínu.  Magnús lauk tímabilinu sem bikarmeistari ásamt félögum sínum eftir að hafa haldið hreinu í þeim þremur bikarleikjum sem hann stóð í markinu.  Við óskum piltunum góðs gengis og vitum að þeir verða verðugir fulltrúar Keflavíkur. 


Landsliðsmennirnir Ingvi, Magnús og Jónas hressir á æfingu.
(Mynd: Jón Örvar Arason)