Fréttir

Knattspyrna | 25. apríl 2006

Magnús og Baldur í U-21 árs liðinu

Keflvíkingarnir Magnús Þormar og Baldur Sigurðsson eru í landsliðshópnum fyrir leik U-21 árs landsliðs Íslands gegn Andorra í næstu viku.  Leikurinn er liður í forkeppni Evrópumóts U-21 árs landsliða og fer fram í Andorra miðvikudaginn 3. maí.  Við óskum þeim félögum og liðinu góðs gengis.


Baldur og Magnús í eldlínunni gegn ÍA á dögunum.
(Myndir:
Jón Örvar Arason)