Fréttir

Magnús orðinn þriðji
Knattspyrna | 26. september 2012

Magnús orðinn þriðji

Magnús Þorsteinsson er orðinn þriðji leikjahæsti leikmaður Keflavíkur í efstu deild en leikurinn gegn Breiðabliki á dögunum var 181. leikur hans fyrir félagið.  Hann fór þar með upp fyrir Þorstein Bjarnason sem lék 180 leiki fyrir Keflavík í efstu deild en þar fyrir ofan eru Sigurður Björgvinsson með 214 leiki og Guðmundur Steinarsson með 243.

Magnús er auðvitað fæddur og uppalinn Keflvíkingur og lék með yngri flokkum félagsins.  Hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild gegn Val í ágúst 1999.  Nú eru leikirnir sem sagt orðnir 181 og hefur Magnús skorað í þeim 26 mörk.  Alls hefur Magnús leikið 199 deildarleiki og skorað 38 mörk, bikarleikirnir eru 26 (fimm mörk) og þá hefur hann leikið sjö Evrópuleiki og skorað í þeim eitt mark.  Magnús lék á sínum tíma með öllum yngri landsliðum Íslands og hann á einnig leiki með íslenska Futsal-landsliðinu og skoraði einmitt fyrsta mark Íslands í þeirri grein.