Magnús skrifar undir
Magnús Þormar hefur skrifað undir tveggja ára samning við Keflavík. Magnús er uppalinn hjá okkur og lék fyrst með meistaraflokki árið 2003. Hann hefur einnig leikið með Stjörnunni og Grindavík en sneri aftur heim í heiðardalinn síðasta sumar. Magnús á að baki 10 deildarleiki, 5 bikarleiki og einn Evrópuleik fyrir Keflavík og var í marki liðsins þegar það varð bikarmeistari árið 2004. Þá hefur hann leikið með U-21 árs landsliði Íslands. Það er liðinu mikill styrkur að Magnús hafi gengið frá þessum nýja samningi og ánægjulegt að fá okkar menn aftur heim.
Myndirnar tók Jón Örvar. Þess má geta að treyjan sem Magnús klæðist verður keppnistreyja Keflavíkurliðsins í sumar.
Þorsteinn formaður og Magnús.
Magnús hripar nafnið sitt á samninginn.
Steini og Maggi einbeittir á svip.