Magnús Þórir í U-19 ára liðinu
Magnús Þórir Matthíasson hefur verið valinn í U-19 ára landslið karla sem leikur tvo vináttuleiki gegn N-Írum. Hann er í 18 manna hópa Kristins Rúnar Jónssonar en liðið leikur vináttuleiki gegn liði N-Írlands 8. og 10. september og fara leikirnir fram ytra. Magnús hefur verið að leika vel með 2. flokki Keflavíkur sem er í toppbaráttunni í B-deild Íslandsmótsins. Hann hefur einnig verið í leikmannahópi meistaraflokks í flestum leikjum sumarsins en Magnús á að baki tvo leiki í efstu deild. Keflavík á því þrjá leikmenn í landsliðum Íslands í landsleikjahrinunni sem framundan er en Hólmar Örn er í A-landsliðshópnum og Hallgrímur í U-21 ára liðinu. Þá er Símun í landsliði Færeyja sem leikur gegn Serbíu og Rúmeníu í undankeppni HM.
Magnús fagnar marki með 2. flokki gegn Val á dögunum. (Mynd: Jón Örvar)