Magnús Þórir í U-21 árs liðinu
Magnús Þórir Matthíasson hefur verið valinn í U-21 árs landsliðshóp Íslands sem mætir Belgíu og Noregi í byrjun september. Magnús er nýliði í U-21 árs liðinu en hann á að baki leiki með U-19 ára liði Íslands. Magnús er fæddur árið 1990 og er því 21 árs. Hann lék fyrst með meistaraflokki Keflavíkur árið 2007 og á að baki 47 deildarleiki og sex mörk, sex bikarleiki og þrjú mörk í bikarnum og einn leik í Evrópukeppni. Við óskum Magnúsi til hamingju með áfangann og óskum honum og félögum hans í landsliðinu góðs gengis í leikjunum framundan.