Magnús Þormar í Keflavík
Magnús Þormar er genginn til liðs við Keflavík og leikur með liðinu út þetta tímabil. Magnús er Keflvíkingur í húð og hár og lék með félaginu í gegnum alla yngri flokka. Hann á að baki 16 leiki með meistaraflokki og varð bikarmeistari með Keflavík árið 2004. Magnús lék með Stjörnunni síðasta sumar og hefur verið í herbúðum Grindavíkur í sumar. Það er styrkur fyrir okkar lið að fá Magnús í hópinn fyrir seinni hluta keppnistímabilsins. Liðið hefur þá tvo sterka og reynda markmenn í honum og Ómari. Markvörður 3ja flokks, Árni Freyr Ásgeirsson, hefur verið varamarkmaður meistaraflokks í sumar. Hann er efnilegur markmaður en aðeins 16 ára gamall og er á leiðinni á Opna Norðurlandamótið með U-17 ára landsliðinu.
Við bjóðum Magnús velkominn aftur til Keflavíkur.
Magnús ákveðinn á svip fyrir bikarúrslitaleikinn 2004. (Mynd: Jón Örvar)