Magnús Þormar til Víkings
Markvörðurinn Magnús Þormar hefur ákveðið að taka boði Víkinga úr Reykjavík um að verja mark þeirra á komandi leiktíð. Magnús kom til baka til Keflavíkur í júlí í fyrra og var okkur til halds og trausts seinni hluta tímabils þar sem menn voru uggandi um axlarmeiðsli Ómars Jóhannssonar, meiðsli sem síðar þurfti aðgerðar við. Magnús hefur leikið 10 deildarleiki, 5 bikarleiki og 1 Evrópuleik fyrir félagið. Magnús hefur nú gripið tækifærið til að vera markmaður númer eitt hjá Víkingum. Við þökkum Magnúsi kærlega fyrir þessa mánuði sem hann var hjá okkur og óskum honum alls hins besta á komandi leiktíð.