Magnús Þorsteinsson til Grindavíkur
Magnús Þorsteinsson, leikmaður Keflavíkur til margra ára, hefur ákveðið að ganga til liðs við úrvalsdeildarlið Grindavíkur fyrir komandi keppnistímabil. Magnús lék nokkra af leikjum Keflavíkur í Landsbankadeildinni sl. sumar en var óheppinn með meiðsli og var mikið frá síðari hluta keppnistímabilsins. Hann kom þó inn á sem varamaður í úrslitaleik VISA-bikarkeppninnar á móti KA.
Knattspyrnudeild Keflavíkur vill óska Magnúsi velfarnaðar á nýjum vettvangi og þakkar honum gott samstarf á umliðnum árum. ási