Fréttir

Knattspyrna | 23. desember 2008

Magnús, Tómas, Ásdís...

Það hefur verið mikið um að vera hjá Knattspyrnudeildinni nú fyrir jólin og stjórnarmenn hafa tekið sér smáfrí frá innkaupum og baktstri til að gera samninga við okkar fólk.  Þeir Magnús Þórir Matthíasson og Tómas Kjartansson skrifuðu undir þriggja ára samning við Keflavík en þeir félagar eru báðir fæddir árið 1990.  Magnús er alinn upp hjá okkur en Tómas kom frá Stjörnunni í sumar.  Þeir léku báðir með 2. flokki sem náði góðum árangri í sumar og voru nokkrum sinnum í leikmannahópi meistaraflokks.

Við sama tækifæri skrifaði Ásdís Þorgilsdóttir undir samning sem þrekþjálfari meistaraflokks karla.  Það þarf ekki að kynna Ásdísi fyrir stuðningsmönnum Keflavíkur en hún hefur bæði leikið með og þjálfað kvennaliðið okkar.  Síðast í sumar tók hún við þjálfun liðsins um mitt sumar og tókst liðinu að tryggja sæti sitt í efstu deild undir hennar stjórn.  Við bjóðum Ásdísi velkomna í nýtt starf og treystum því að hún haldi strákunum við efnið.

Myndir: Jón Örvar


Kristján, Tómas, Ásdís,Magnús, Haukur Ingi og Þorsteinn.


Magnús Þórir skrifar undir og vandar sig greinilega vel.


Tómas gengur frá sínum samningi og aðrir bíða spenntir.


Ásdís og Þorsteinn formaður.