Mainz-Keflavík beint á Players
Leikur Mainz og okkar manna í kvöld er sýndur beint á íþróttabörunum Players í Kópavogi og á Ölver í Glæsibæ.
Stuðningsmenn Keflavíkur eru hvattir til að mæta á Players þar sem leikurinn verður sýndur á risatjaldi. Því miður er leikurinn ekki sýndur í Keflavík en sú stöð sem sýnir leikinn er ekki í boði á okkar ágætu börum.
Útsending byrjar kl. 18:15 en leikurinn sjálfur kl 18:30.
Fyrir hönd stuðningsmanna Keflavíkur
Rúnar I. Hannah