Fréttir

Knattspyrna | 26. ágúst 2005

Mainz mætir Sevilla

Vinir okkar í Mainz 05 mæta spænska liðinu Sevilla í 1. umferð aðalkeppni Evrópukeppni félagsliða en dregið var í morgun.  Sevilla er hörkulið sem endaði í 6. sæti í spænsku deildinni síðasta vetur.  Liðið hefur verið að styrkja sig undanfarið og meðal annars fengið til liðs við Freddie Kanoute frá Tottenham og Javier Saviola frá Monaco.  Mainz-liðið fær því verðugt verkefni í næstu umferð og spurning hvernig þeim gengur með Spánverjana eftir að hafa mætt Keflavík í síðustu umferð!