Fréttir

Knattspyrna | 1. mars 2005

Maraþon 4. flokks

Síðasta laugardag lék 4. flokkur stúlkna knattspyrnu í tólf tíma, frá klukkan 20:30 til kl. 8:30 á sunnudagsmorgun í Reykjaneshöllinni.  Tilgangurinn með þessu var að safna áheitum fyrir utanlandsferð sem farin verður í lok júlí á knattspyrnumót í Liverpool.  Kvöldið byrjaði með því að foreldrar og systkyni tóku þátt í fjörinu en um miðnætti hurfu þau á braut.  Er líða fór á nóttina fór þreytan og syfjan að segja verulega til sín og upphófust mikil átök að halda sér vakandi.  Allt tókst þetta að lokum og voru það verulega þreyttar og syfjaðar stelpur sem yfirgáfu Reykjaneshöllina á sunnudagsmorgun og hlakkaði þeim ansi mikið að komast í beddann sinn.

Myndin sem fylgir er tekin rétt áður en törnin hófst og segir á spjaldinu að 12 tímar séu eftir.  Ekki vildu stelpurnar að birt yrði hópmynd sem tekin var í morgunsárið (veit ekki af hverju) og gerum við það því ekki að sinni.

Stelpurnar og foreldrar þeirra vilja koma á framfæri kæru þakklæti til einstaklinga og fyrirtækja sem sáu sér fært að styrkja þær á einhvern hátt á þessari knattspyrnuvöku.  KÆRAR ÞAKKIR.