Fréttir

Knattspyrna | 10. júlí 2006

Maraþonbolti hjá 4. flokknum

Piltarnir í 4. flokki eru á leið á knattspyrnumót í Liverpool síðar í þessum mánuði og að sjálfsögðu er mikil tilhlökkun í þeirra hópi.  En til að fara í ferðir sem þessar þarf að safna fyrir farareyri.  Á laugardaginn léku strákarnir maraþonknattspyrnu í íþróttahúsinu við Sunnubraut.  Byrjað var um hádegi og leikið fram yfir miðnætti.  Strákarnir voru búnir að safna áheitum og gekk söfnunin vel.  Þjálfari piltanna er Zoran Daníel Ljubicic.  Við óskum þeim góðs gengis við undirbúninginn og góðrar ferðar þegar þar að kemur.

Myndir: Jón Örvar Arason