Markahrókurinn Stefán Örn Arnarson
Stefán Örn Arnarson er markahæstur okkar Keflvíkinga í Landsbankadeild karla þegar 12 umferðir eru búnar. Stefán Örn hefur skorað sex mörk, öll mörkin hafa komið á Keflavíkurvelli og öll voru þau í sigurleikjum. Sigurmarkið gegn Víking 2-1, tvö gegn Breiðablik 5-0, tvö gegn ÍBV 6-2 og eitt gegn Grindavík 2-0. Stefáni líður greinilega vel á heimavelli. Þess má geta að Stefán hefur skorað þessi mörk í þeim níu leikjum sem hann hefur spilað. Stefán Örn er í þriðja sæti yfir markahæstu menn í Landsbankadeildinni með 6 mörk en fyrir ofan hann eru þeir Marel Baldvinsson Breiðablik með 9 mörk og Jóhann Þórhallsson Grindavík með 8 mörk.
Í leiknum gegn Leikni í 16 liða úrslitum VISA-bikarsins skoraði Stefán Örn tvö mörk í 3-0 sigri og svo skoraði Stefán Örn markið okkar gegn Lilleström á útivelli í tapleik 4-1. Hér fyrir neðan má svo sjá öll mörk Stefáns, í Landsbankadeildinni, bikarleiknum og Evrópukeppninni.
Þess má geta að Stefán hefur nú skorað 9 mörk í 17 leikjum fyrir Keflavík í efstu deild. Auk þess hefur hann skorað 3 mörk í 4 bikarleikjum og eitt Evrópumark í 5 leikjum. Alls hefur Stefán því skorað 13 mörk í 26 leikjum eða að meðaltali mark í öðrum hverjum leik. Það er frábær árangur, sérstaklega þegar haft er í huga að Stefán hefur oft komið inn á sem varamaður í leikjum sínum, þar af 10 sínum í 17 deildarleikjum.
Mark1: Sigurmark gegn Víkingi á elleftu stundu.
(Mynd: Hilmar Bragi Bárðarson / Víkurfréttir)
Mark 2: Stefán kemur Keflavík á sporið gegn Blikum.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)
Mark 3: Annað mark í 5-0 sigri á Blikum.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)
Mark 4: Skorað með hörkuskoti í útileiknum gegn Lilleström.
(Mynd: Jón Örvar Arason)
Mark 5: Stefán kemur Keflavík yfir í bikarleik gegn Leikni.
(Mynd: Jón Örvar Arason)
Mark 6: Og innsiglar 3-0 sigur á Leiknismönnum.
(Mynd: Jón Örvar Arason)
Mark 7: Stefán fylgir vel á eftir og skorar gegn ÍBV í deildinni.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)
Mark 8: Enn skorað af miklu harðfylgi í 6-2 leik gegn Eyjamönnum.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)
Mark 9: Stefán innsiglar sigur gegn Grindavík.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)