Fréttir

Markalaust á Húsavík
Knattspyrna | 17. júní 2012

Markalaust á Húsavík

Völsungur og Keflavík gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust á Húsavík í 4. umferð 1. deildar kvenna.  Þetta var annað markalausa jafntefli Keflvíkur í ár en liðið hefur auk þess unnið tvo leiki, báða 2-0. 

Eftir leikinn er Keflavík í 3. sæti riðilsins með átta stig eftir fjóra leiki.  Fram er með 13 stig og HK/Víkingur 10 en þau hafa bæði leikið fimm leiki.  Næsti leikur Keflavíkur er útileikur gegn BÍ/Bolungarvík laugardaginn 23. júní kl. 12:00.

  • Þetta var 3. deildarleikur Keflavíkur og Völsungs.  Keflavík vann tvo fyrri leikina síðasta sumar og var markatalan 9-0.
             
  • Þetta var annað markalausa jafntefli Keflvíkur í fyrstu fjórum deildarleikjum liðsins í ár.  Þar áður var síðasta markalausa jafnteflið í deildarleik gegn Stjörnunni í efstu deild í ágúst 2008.  Keflavík hafði leikið 51 deildarleik án þess að gera markalaust jafntefli þar til kom að fyrsta leiknum í sumar þegar liðið gerði 0-0 jafntefli við HK/Víking.
      
  • Keflavík hefur ekki fengið á sig mark í fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni í ár og jafnar það besta árangur liðsins en árið 2004 fékk liðið ekki á sig mark í fyrstu fjórum deildarleikjunum.  Þá vann liðið reyndar fyrstu 10 leikina og vann síðan deildina.
     
  • Margrét Ingþórsdóttir markvörður var í fyrsta sinn í byrjunaliðinu í sumar.  Anna Rún Jóhannsdóttir hafði leikið í markinu í fyrstu leikjum liðsins en hún lék í vörninni í þessum leik.
      
  • Bryndís Þóra Ásgeirsdóttir lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk á Íslandsmóti.

 
1. deild kvenna, Húsavíkurvöllur, 16. júní 2012
Völsungur 0
Keflavík 0


Keflavík: Margrét Ingþórsdóttir, Anna Helga Ólafsdóttir (Bryndís Þóra Ásgeirsdóttir 69.), Eydís Ösp Haraldsdóttir, Karitas Ingimarsdóttir fyrirliði, Anna Rún Jóhannsdóttir, Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir, Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir 70.), Fanney Þórunn Kristinsdóttir (Heiða Helgudóttir 87.), Kristrún Ýr Hólm (Hafdís Mjöll Pálmadóttir 46.), Sigurrós Eir Guðmundsdóttir, Dagmar Þráinsdóttir.
Varamenn: Hulda Matthíasdóttir, Sigríður Sigurðardóttir
 
Dómari: Marinó Steinn Þorsteinsson.
Aðstoðardómarar: Stefán Aðalsteinsson og Unnur Mjöll Hafliðadóttir.
Áhorfendur: 130.