Markalaust gegn Víkingum
Það var fátt um fína drætti þegar Keflavík og Víkingur mættust í 16. umferð Landsbankadeildarinnar á Keflavíkurvelli. Hvorugu liðinu tókst að skora í kuldanum og niðurstaðan varð markalaust jafntefli. Okkar menn geta vel við unað eftir að hafa verið einum manni færri stóran hluta leiksins en Víkingar töpuðu af dýrmætum stigum og verða í hörkufallbaráttu í síðustu tveimur umferðunum. Eftir leikinn er Keflavík í 6. sæti deildarinnar með 20 stig en Víkingur er í 8.-10. sæti með 14 stig. Næsti leikur Keflavíkur er útileikur gegn Fylki sunnudaginn 23. september kl. 17:00. Hér koma svo nokkrar myndir sem Jón Örvar tók á Víkingsleiknum.

Keflvíkingar mættir til leiks.

Fyrir leikinn var Ásgeirs Elíassonar minnst með mínútu þögn.

Gummi stillir sér upp en ekki fór tuðran í markið.

Hasar í teig Víkinga.

Dómarinn stingur því rauða í vasann og Mete sendur í bað.

Keli var okkar mönnum erfiður.

Branko tekst ekki að snúa fyrirliða Víkings úr hálsliðnum.

Kom ekki við hann!

Bjarki átti stórleik í markinu.

Enn frábær tilþrif hjá Bjarka.

Skyndisókn í lokin en ekki kom mark frekar en fyrri daginn.

Guðjón þungt hugsi yfir úrslitunum.
