Fréttir

Knattspyrna | 21. mars 2006

Markalaust í daufum leik

Það var fátt um fína drætti þegar okkar menn gerðu markalaust jafntefli við Þór í Deildarbikarnum á sunnudag.  Okkar strákar fengu reyndar tvö dauðafæri í leiknum en nýttu þau ekki og jafntefli staðreynd.  Næsti leikur er svo gegn Fram í Egilshöllinni fimmtudaginn 30. mars.

Keflavík: Magnús Þormar - Þorsteinn Atli, Ólafur Berry, Kenneth, Guðjón - Jónas Guðni, Baldur, Hallgrímur (Einar Orri), Magnús Sverrir (Davíð) - Guðmundur Steinars, Simun